Poeter.se logo icon
Redan medlem?   Logga in




 
gufu hnöttur


Nóttin blökk.

Máninn mildur
kaldar minningar
geymir.
Grár og gildur
ótta okkar leynir.

Ljósið streymir
stjörnu sátt.
Loftið reynir
fagur blátt.

Inn um glugga
gegnum rúðu
gefur skugga
skreytir brúðu
brotnar gátt.

Marr í dyrum
magnar ugg.
Ungur fyrr um
hitti skrugg.

Máninn líður
malar köttur.
Ketill sýður
gufu hnöttur
um loftið líður.

Morgun bíður
mannsins þökk.
Þýtur brýtur
burtu nóttin blökk.




Fri vers av hver
Läst 293 gånger och applåderad av 4 personer
Publicerad 2013-02-09 21:28



Bookmark and Share


  Casbah* VIP
skimrande dikt som smakar natt och gryning
2013-02-09
  > Nästa text
< Föregående

hver