Poeter.se logo icon
Redan medlem?   Logga in




 
tólf rauðar rósir tónlist túpu og pípuorgel.


Hvítur kjóll

Hvítur kjóll
á kirkjugólfi
maður og stól
tólf rauðar rósir
tónlist túpu
og pípuorgel.
Presturinn prjónar
saman orðum.
Láttu nú loforð þitt
líða um stund,
laufgast þá hlynur
og einiber roðnar.
Lofsöngur líður
um loft.
Rauður dregill
dempar
skóhljóð
hárra hæla.
Herra með pípuhatt,
lakkskó, lakrísbindi
hló.
Innan í mér dó
veraldar ró.




Fri vers av hver=gufa
Läst 452 gånger och applåderad av 6 personer
Publicerad 2012-02-04 17:50



Bookmark and Share


  Ninananonia VIP
Fallega :)
2012-02-05

  kerstin skriver VIP
hvað ætti að vera gleði finnst í eyði,
Ég gæti hafa misst alveg textann í google þýðingu

jag gillar tonen i dikten
2012-02-04
  > Nästa text
< Föregående

hver=gufa